137. löggjafarþing — 13. fundur,  3. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:35]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Getur hæstv. fjármálaráðherra upplýst þingið um stöðu mála í viðræðum við bresk stjórnvöld vegna Icesave-reikninganna og hvort rétt sé að til standi að undirrita einhvers konar samkomulag við bresk stjórnvöld jafnvel á morgun og ef ekki á morgun, hvenær þá og hvað í slíku samkomulagi felist eða hvað ráðherrann gerir ráð fyrir að í því muni felast?