137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:49]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég mundi gjarnan vilja spyrja hæstv. umhverfisráðherra af því að í máli hennar kom fram að haft hafi verið samband við sveitarfélög og það er væntanlega það samráðsferli sem talað er um: Hvenær var haft sambandi við viðkomandi sveitarfélög og hvernig var þessu samráðsferli háttað?

Það kemur nefnilega fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þeir gagnrýna harðlega skort einmitt á samráði við viðkomandi sveitarfélög. Og í umsögn sem umhverfisnefnd barst á síðasta þingi gerði m.a. einn landeigandi á Egilsstöðum harða athugasemd við það að fara ætti að friðlýsa land sem hann á án þess að nokkurt samráð hefði verið haft við hann. Ég hef því mikinn áhuga á að heyra frekar um þetta svokallaða samráð.