137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:50]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég kannast við þær áhyggjur sem hv. þm. Eygló Harðardóttir hefur uppi í andsvari sínu. Ég nefndi það raunar í framsögu minni að það væri ástæða til að auka og bæta það samráð sem þarna er fyrir hendi en ég hef ekki á dagatalinu upplýsingar um það nákvæmlega hvenær eða með hvaða hætti þetta samráð átti sér stað. Hins vegar tel ég, eins og kom einnig fram í framsögu minni, að ráðherra þurfi sjálfur að koma með mun meiri og skýrari hætti að samráðinu sjálfu með beinum samtölum við ábúendur og landeigendur.