137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:56]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að svarið sé margháttað hvers vegna þetta gengur svona ofboðslega hægt. Ferlið er að hluta til þungt af því að hafa þarf samráð við svo marga og margir eru haldnir miklum misskilningi gagnvart því hvað það þýðir að friða og vernda svæði og halda að þar megi ekki stunda hefðbundnar búnytjar og annað slíkt sem yfirleitt er samið um að gera.

Ég held líka að leggja þurfi mjög mikla áherslu á þennan málaflokk í ráðuneytinu sjálfu og þar þurfi að forgangsraða þannig að fjármagn verði veitt til þessa málaflokks sem er verndun og friðun svæða. Ég þekki það af eigin raun að það þarf virkilega að halda á málum til að ná friðlýsingum í gegn. Ég skora á hæstv. umhverfisráðherra að beita sér fyrir því innan síns ráðuneytis að það verði virkilega lagt mikið í að koma þessum málum hraðar fram.

Ísland er mjög sérstakt, þar eru mörg svæði sem verður að vernda og friða en þetta hefur gengið of seint. Ég mun leggja mitt af mörkum til (Forseti hringir.) að reyna að flýta þessu ferli eins og hægt er ef ég er vigta í því sambandi.