137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[12:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ástæða þess að ég spurði út í þetta var einfaldlega orðalagið í ræðu hv. þm. Guðfríðar Lilju um að það væri kominn tími til að við skipuðum okkur í röð fremstu þjóða veraldar á sviði umhverfismála. Mér finnst umræðan innan lands oft vera þess eðlis að við séum á einhverjum sakamannabekk, Íslendingar. Ég er ekki þeirrar skoðunar, ég tel að við höfum komist þokkalega af í áranna og aldanna rás í samstarfi okkar við náttúruna. Þar með er ég ekki að segja að það séu ekki ótal hlutir sem við hefðum getað og átt að gera öðruvísi, en í samanburði við aðrar þjóðir í veröldinni, ég vildi fá skýrari svör um það en bara þetta sem kom fram hjá hv. þingmanni.