137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal reyna að vera stuttorður í þessu andsvari.

Það er alveg rétt sem hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra sagði að þetta mundi ekki leysa hóp manna úr skuldasnörunni. Það hefur heldur enginn haldið því fram. Við erum bara að tala um að það er millistétt í landinu, fólk sem alla jafna hefði getað borgað skuldirnar sínar en getur ekki m.a. vegna þess að við fórum í aðgerðir eins og neyðarlög og tókum gjaldþrotaréttinn úr sambandi, ákváðum að greiða þeim sem áttu innlán í banka. Fyrrverandi ríkisstjórn með Samfylkinguna í fararbroddi gekk meira að segja skrefinu lengra og greiddi út 200 milljarða til þeirra sem eiga í peningamarkaðssjóðunum.

Ég spyr: Af hverju má ekki koma þessu fólki til hjálpar? Ég velti fyrir mér, ef við erum að tala um að um næstu áramót verði 30 þúsund heimili með neikvætt eigið fé, hvað ætlar hæstv. (Forseti hringir.) félagsmálaráðherra að gera? Ætlar hann að fara gjaldþrotaleiðina og (Forseti hringir.) rukka allt þetta fólk eða er hann reiðubúinn að skoða einhverjar leiðir sem (Forseti hringir.) koma til móts við þetta góða fólk?

(Forseti (SF): Forseti biður hv. þingmenn að virða ræðutímann.)