137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Þeir sem eiga í greiðsluvandræðum á Íslandi, þeir sem ganga um atvinnulausir, þeim mun ekki fækka þó að þú sýnir mér hérna hroka í sölum Alþingis, hæstv. … (Forseti hringir.)

(Forseti (SF): Forseti vill áminna hv. þingmann og biðja hv. þingmann um að beina orðum sínum til forseta og ekki ávarpa þingmenn í annarri persónu.)

Frú forseti. Þeim mun ekki fækka þó svo að hæstv. félagsmálaráðherra sýni hroka hérna í þingsal.