137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Um klukkan hálfþrjú í dag fer fram umræða utan dagskrár um meðferð ríkisbanka á fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum. Málshefjandi er hv. þm. Birkir Jón Jónsson. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Forseti vill vekja athygli á því að gert verður hlé á þingfundi milli ellefu og hálftvö í dag á meðan þingflokksfundir verða haldnir og fundir í nefndum.