137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

vaxtaákvörðun Seðlabankans.

[10:36]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Það er einfaldlega ekki nægilega gott að hæstv. forsætisráðherra komi í ræðustól og lýsi endalaust yfir vonbrigðum einfaldlega vegna þess að það stendur upp á ríkisstjórnina, það stendur upp á hæstv. forsætisráðherra að grípa til þeirra aðgerða sem gerir peningamálastefnunefndinni kleift að leggja til frekari vaxtalækkun. Það hefur komið fram að annað af þeim skilyrðum sem sett voru, þ.e. þróun gengis, hefur verið í jafnvægi eins og ég lýsti áðan og það sem meira er, ef menn horfa t.d. á þróun dollarans þá var gengi hans í júní 120 kr. en var 127 kr. í maí. Menn sjá því að þetta skilyrði ætti alla vega ekki að vera til fyrirstöðu. Eftir stendur þetta og ég hlýt líka að spyrja að því: Hvaða upplýsingar eru það sem hæstv. forsætisráðherra og ríkisstjórn hefur farið með til Seðlabankans og gert honum grein fyrir sem ekki hefur verið komið með inn í þingið? Hvernig stendur á því að sömu upplýsingar hafa ekki komið til t.d. fjárlaganefndar og til efnahags- og skattanefndar? (Forseti hringir.) Það gengur ekki að bjóða upp á þau vinnubrögð sem hér er gert.