137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:35]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Nokkrir fleiri hafa óskað eftir að taka til máls um fundarstjórn forseta og þeir munu komast að. En áður en lengra er haldið vill forseti upplýsa að hún telur sjálfsagt að staðan sem er uppi í Icesave-málinu svokallaða verði rædd í þinginu þó að það sé ekki á dagskrá þingsins í dag eins og eðlilegt má teljast að hafi ekki verið sett þar, og málið verður að sjálfsögðu rætt í sölum Alþingis.