137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:00]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég fer fram á það, og tek undir með öðrum þingmönnum, að forseti fresti fundi. Og svo maður tali bara um hlutina eins og þeir eru, þetta er gersamlega fráleitt. Við erum með dagskrá með einhverjum málum — með fullri virðingu fyrir þeim — sem ekkert liggur á, ekki neitt, og hér erum við með stærstu skuldbindingar Íslandssögunnar sem búið er að kynna í fjölmiðlum af ráðherrum sem báðu stjórnarandstöðuna um trúnað um það mál sem þeir eru svo að tala um í fjölmiðlum. Og þeir tala um sigur og þeir leyfa þeir sér það, virðulegi forseti, að vera svo allt annars staðar. Þeir eru búnir að láta að því liggja að það verði jafnvel gengið frá þessu máli mjög hratt.

Virðulegi forseti. Forseti er forseti alls þingsins og hér er um heiður þingsins að ræða. (Forseti hringir.) Ætlast forseti virkilega til þess að við göngum til hefðbundinnar dagskrár þegar þessar fregnir hafa borist? (Forseti hringir.) Er það virkilega svo, virðulegi forseti?