137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:02]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að koma upp enn einu sinni vegna þess að þessi skilaboð hljóta að vera komin til skila, en þar sem það eru engin viðbrögð held ég að rétt sé að tæpa aðeins á þessu máli og setja það í samhengi. — Ég sé að hv. þm. Róbert Marshall horfir á mig. — Þær skuldbindingar sem verið er að tala um að skrifa undir eru tvöfaldar skuldir alls sjávarútvegs á Íslandi. Það væri gaman að heyra hv. þingmann koma upp og tjá sig aðeins um þetta samhengi sem hann vill með þögn sinni hér raunverulega samþykkja.