137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:07]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Enn vil ég ítreka þá kröfu sem fram hefur komið í dag hjá talsmönnum stjórnarandstöðunnar að þessum fundi verði frestað og það rætt í þeim hópi hvenær þetta mál verði tekið á dagskrá. Ég hef þá skoðun að það verði að vera í dag.

Er að draga til tíðinda í dag í þessu máli? Þingheimur verður að fá svör við því. Málið er það stórt og fjárskuldbindingarnar það miklar að það nemur, svo við setjum það í samhengi, ellefuföldu menntakerfinu, þ.e. rekstri menntakerfisins í 11 ár. Hvað vill hv. formaður menntamálanefndar segja um þetta? Finnst henni eðlilegt að við ræðum þetta ekki hér í dag?

Ég krefst þess, frú forseti, að fundi verði frestað og formenn þingflokka kallaðir saman.