137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:11]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Bhr):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að ríkisstjórnin skuli hafa rofið sinn eigin trúnað í viðtölum við fjölmiðla núna í hádeginu vegna þess að það trúnaðarmál sem var kynnt fyrir þingflokkunum fyrir hádegi lít ég ekki á sem trúnaðarmál heldur ógeðfellt leynimakk og pukur. Það er íslenska þjóðin sem á að taka á sig þær skuldbindingar sem um ræðir í sambandi við Icesave-deiluna og það er íslenska þjóðin sem á að vita allt um það mál. Öll gögn eiga að liggja á borðinu fyrir þjóðinni allri. Það er ekki á okkar valdi, 63 þingmanna, að ráða vilja þjóðarinnar í þessu máli. Það eru alveg hreinar línur með það. Sá mikli sigur sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið (Forseti hringir.) er svokallaður pyrrhosarsigur sem er í raun og veru (Forseti hringir.) mikill ósigur.