137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:29]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Hér hafa fallið ansi þung orð af hálfu sumra þingmanna. (Gripið fram í.) Þingræðið hefur ekki verið fótumtroðið og ekki hefur verið gengið á rétt þingsins. Þvert á móti ákvað ríkisstjórnin að kynna fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar (Gripið fram í.) og fyrir utanríkismálanefnd stöðu mála í þreifingum vegna samninga í þessu máli. (Gripið fram í: Þetta er ekki rétt.) Það er þannig að samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti 3. desember sl. fól Alþingi ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga. Þar af leiðandi er ekki rökrétt að nú rísi hér upp þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem virðast vera að reyna að komast á handahlaupum frá fyrri afstöðu í þessu máli, og reyni að halda því fram að það þurfi einhvers konar (Gripið fram í.) fyrirfarandi samþykki þingsins áður en gengið er frá samningum. Þvert á móti fól þingið ríkisstjórninni að ganga frá samningum (Gripið fram í.) og það verkefni hefur ríkisstjórnin axlað. (Forseti hringir.) Hún hefur falið hæstv. fjármálaráðherra að halda áfram með þreifingar í átt (Forseti hringir.) til samninga á þeim grunni sem þegar hefur verið kynntur. Að því stöndum við heils hugar (Forseti hringir.) og þingið hefur verið virt að öllu leyti í þessu máli.