137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti, okkar allra þingmanna. Ég legg til að þessum fundi verði slitið, á honum eru fjögur mál sem eru innleiðing á tilskipunum Evrópusambandsins og tvö þingmannamál sem ég tel að megi bíða. Boðaður verði nýr fundur strax í kjölfarið þar sem fyrir er tekin skýrsla fjármálaráðherra sem hefur fengið fullt umboð samkvæmt mbl.is til að skrifa undir samning sem mun eyðileggja lánshæfismat Íslands, sem mun steypa þjóðinni í áratugafátækt. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)