137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Kæri forseti. Okkur var lofað bæði á fundi í morgun með formönnum flokkanna ásamt fundi í utanríkismálanefnd að fá gögn, að fá að sjá hvert þetta eignasafn er, að fá öll gögn sem hafa komið fram í tengslum við þessar samningsumræður. Það hefur verið svikið því að við áttum að fá þessi gögn áður en undir samninginn væri ritað.

Ég hvet þig, ég skora á þig að slíta þessum fundi þannig að við getum fengið að ræða um þetta mál og ég skora á þig að kalla saman stjórnina. Hvar er stjórnin?