137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:25]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Við ræðum enn og aftur þann trúnaðarbrest sem ríkir á milli hæstv. forsætisráðherra frá þeim ummælum sem hún lét falla hér í hádegi og þess að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru beðnir um trúnað varðandi þær upplýsingar sem bárust frá formanni samninganefndar, Svavari Gestssyni, á þingflokksfundum í morgun.

Við erum hér enn að ræða hvers vegna og af hverju ekki sé hægt að ræða innihald þeirrar tillögu sem reifuð var formlega og af hverju hæstv. ríkisstjórn leyfir sér að brjóta með þeim hætti sem þar er gert þennan trúnað við þingið og fjalla um í fjölmiðlum þau atriði sem reifuð voru á þingflokksfundi en veitir ekki þingmönnum Alþingis tækifæri til þess að eiga þær umræður við hæstv. ríkisstjórn.

Ég ítreka enn (Forseti hringir.) og aftur, frú forseti, að við erum hér fyrir fólkið í landinu, ekki vegna þess, og ég krefst (Forseti hringir.) þess, hæstv. forseti, og það er einlæg ósk mín að þessum þingfundi verði frestað þannig að tækifæri gefist til að ræða þessi mál. Þetta er afar alvarleg staða.