137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram í Morgunblaðinu liggur fyrir að vaxtagreiðslur vegna þessara skuldbindinga geti á næstu sjö árum orðið allt að 200 milljarðar. Þetta kemur til viðbótar við skuldbindinguna sjálfa og síðan eru eignir á móti eins og við vitum.

Ef ekki þykir ástæða til að ræða þetta mál í sölum Alþingis spyr ég sem nýr þingmaður: Hver er forgangsröðin hér? Eigum við ekki að ræða eitt af afdrifaríkustu málum sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir? (Forseti hringir.) Eigum við að eyða tíma okkar í næstum því einskisverð mál í samanburði við það?