137. löggjafarþing — 16. fundur,  8. júní 2009.

erindi frá kröfuhöfum vegna íslensku bankanna.

[15:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég skildi þetta svo að hæstv. ráðherra segi að hingað hafi engin bréf borist og kröfuhafar ekki verið að kvarta, hvorki til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins né til EFTA, yfir framgöngu stjórnvalda í sinn garð, að þetta sé rangt og það hafi ekki nein slík samskipti átt sér stað og það er bara gott að það liggi fyrir. En ef ég hef ekki misskilið ráðherrann fullyrti hann að engin bréf af því tagi sem ég nefndi hafi borist til þessara stofnana og til ráðamanna þjóðarinnar, þar með talið ráðherra.