137. löggjafarþing — 16. fundur,  8. júní 2009.

rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu.

[15:21]
Horfa

Arndís Soffía Sigurðardóttir (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir veitt svör og það var gott að heyra að hæstv. dómsmálaráðherra telur að valdheimildir sérstaks saksóknara séu nægar að sinni og að samstarfið við Evu Joly gangi vel.

Að lokum vil ég hvetja hæstv. dómsmálaráðherra og sitjandi ríkisstjórn til dáða í þessu máli og brýna fyrir stjórnvöldum hversu mikilvægt það er að þessi rannsókn sé tekin föstum tökum. Það er ekki einungis mikilvægt í efnahagslegu tilliti heldur er það líka gríðarlegt réttlætismál fyrir alla landsmenn.