137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[14:03]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er mikill áhugi á því að taka til máls undir þessum dagskrárlið sem eðlilegt er. Það er hins vegar nokkuð önugt að þurfa að svara tveimur ólíkum spurningum, eins og sú sem hér stendur lenti í, og hafa ekki aðstöðu til að bregðast við öðru því sem upp kemur. Ég vil hvetja forseta til að endurskoða þessar reglur þannig að hægt sé að fjalla ítarlegar um tiltekin mál undir þessum dagskrárlið þannig að menn þurfi ekki að ganga frá þessum stól eins og þeir hafi ekki viljað svara fyrirspurnum eins og þeim sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir beindi til mín en ég hef ekki nokkurn möguleika á að bregðast við.