137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[14:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Jafnvel þó að í umræddum bíl mínum sem hæstv. ráðherra á yrðu settar kvaðir um að ekki mætti borga út arð eða annað slíkt breytti það engu fyrir mig. Bíllinn yrði bara kraftmeiri með aldrinum, bíllinn sem fengi allan arðinn, og það yrði enn meira gaman að stýra honum. Það er ákveðinn vandi sem fylgir því að menn fari með fé sem enginn á, sjálfseignarstofnun.

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra til viðbótar: Getur verið að Fjármálaeftirlitið hafi bakað ríkissjóði skaðabótaábyrgð með því að hafa ekki stöðvað fjárfestingar sparisjóðanna í áhættusömum hlutabréfum sem Fjármálaeftirlitið vissi mjög vel af? Svo hrynja sparisjóðirnir. Ég nefni t.d. SPRON. Getur verið að einhver stofnfjáreigandi í SPRON eða öðrum sparisjóði sem ekki var hlutafélag eigi kröfu á ríkið vegna þess að ógætilega var farið með þetta fé sem enginn á?