137. löggjafarþing — 17. fundur,  9. júní 2009.

náms- og starfsráðgjafar.

83. mál
[15:39]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náms- og starfsráðgjafa.

Með frumvarpinu er lagt til að við 4. gr. nýsamþykktra laga um náms- og starfsráðgjafa komi tvær nýjar málsgreinar. Í breytingunni felst að menntamálaráðherra getur falið háskólum, sem sinna menntun náms- og starfsráðgjafa, útgáfu leyfisbréfa að loknu námi þeirra. Þá er gert ráð fyrir því að ráðherra setji nánari fyrirmæli um fyrirkomulag og útgáfu leyfisbréfa í reglugerð. Með þessu er ráðherra fengin sérstök heimild til þess að fela öðrum aðilum en heyra beint undir stjórnsýslu menntamálaráðuneytis, útgáfu leyfisbréfa til náms- og starfsráðgjafa. Frumvarpið byggir á sambærilegri heimild og nú er að finna í 4. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008, um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, hvað varðar útgáfu leyfisbréfa til kennara.

Virðulegi forseti. Ég hef gert grein fyrir þessu frumvarpi. Því er ætlað veita menntamálaráðherra svigrúm til þess að skipuleggja framkvæmd við útgáfu leyfisbréfa til náms- og starfsráðgjafa á einfaldan og hagkvæman hátt. Legg ég til að frumvarpinu verði vísað til hv. menntamálanefndar að lokinni 1. umr.