137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

stuðningur við Icesave-samkomulagið.

[10:34]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Icesave-málið var vitaskuld rætt í þingflokkum stjórnarflokkanna og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka áður en gengið var frá þessu samkomulagi. Mér er auðvitað kunnugt um að það voru að einhverju leyti skiptar skoðanir í þingflokki Vinstri grænna um málið en mér er ekki kunnugt um og hefur ekki verið tjáð annað af formanni Vinstri grænna en að málið hafi fylgi ríkisstjórnarinnar og að stjórnarfrumvarp um þetta mál verði lagt fram. Ég verð auðvitað að treysta því að málið hafi fullan stuðning stjórnarflokkanna þegar þetta kemur til atkvæðagreiðslu.