137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

88. mál
[12:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Flestar af þeim tillögum sem hv. þingmaður taldi upp eru í vinnslu eins og ég hef sagt, og hæstv. forsætisráðherra á síðustu dögum: Niðurstöðu í sumum þeim verkum er að vænta á næstu dögum og vikum. Fram hefur komið að undir lok næstu viku munu menn sjá hugmyndir okkar um hvernig á að brúa hið margfræga bil og áætlunina til 2012.

Það rangt hjá hv. þingmanni að ég hafi talað um að Framsóknarflokkurinn hafi enga framtíðarsýn. Það er einhver minnimáttarkennd hjá hv. þingmanni. (BJJ: Nei, nei, nei.) Munurinn á framsóknarmönnum eins og þeir tala og sjálfstæðismönnum er sá að þeir tala þjóðina niður. Framsóknarflokkurinn hefur síðustu vikur og daga einbeitt sér að því að sjá ekkert nema svartnætti og myrkur og sjá bara það sem neikvætt er.

Það er fullt af hlutum sem eru mjög erfiðir. Við erum í kreppu. En það eru líka jákvæðir hlutir og það sem sker þessa tillögu frá málflutningi Framsóknarflokksins er hin jákvæða nálgun og mér finnst bara sjálfsagt að segja það.