137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

framlagning mála ríkisstjórnarinnar, dagskrá þingsins o.fl.

[15:52]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill ítreka það sem hæstv. fjármálaráðherra gat um í umræðu fyrr á þessum fundi að hann gerði ráð fyrir að þingmál um ríkisfjármálin mundi koma inn í þingið í þessari viku, og að forseti telur sjálfsagt að þingmenn fái þær upplýsingar sem þeir þurfa til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í þinginu.