137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[16:34]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir svarið. Ég hjó eftir einu þegar hann flutti mál sitt þar sem hann talar um efasemdir um uppfærslu málsins og að það yrði að skoða þetta, átta sig á þessu fyrir fram o.s.frv. Nú er þetta til eins árs til prufu og reynslu. Eins og ég skildi þingmanninn vildi hann fara með þetta mál, þæfa það, tefja það, svæfa það. Ég átta mig ekki á þessum málflutningi hv. þingmanns og hef ekki fengið svar við því hvort hann sé einfaldlega fylgjandi strandveiðum eða ekki. Ég hygg að hann sé það ekki undir niðri því að málflutningur hans stenst bara ekki. Hann talar í hring í þessu máli.