137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

nýting orkulinda og uppbygging stóriðju.

[14:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju. Málshefjandi er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson. (SDG: Fundarstjórn forseta.) Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund. (SDG: Fundarstjórn forseta.)

Það verður þá að vera um fundarstjórn forseta. Hér er reyndar að hefjast utandagskrárumræða.