137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

íslenska undanþáguákvæðið.

41. mál
[14:54]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hæstv. umhverfisráðherra útilokaði ekki í ræðu sinni að framlengja þyrfti íslenska ákvæðið. Ég vil hvetja hana til að beita sér fyrir því vegna þess að við verðum að hafa það í huga þegar þessi mál eru rædd að ráðherra talaði um að við vildum vera fyrirmynd hvað varðaði loftslagsmálin.

Þá vil ég vekja athygli hæstv. ráðherra á því að við erum nú þegar fyrirmynd hvað varðar nýtingu hreinnar og tærrar sjálfbærar orku. Þess vegna þurfum við ekki að óttast að vera með undanþágu vegna þess að hún er ekki vegna þess að við séum einhverjir skussar. Undanþágan er fyrst og síðast vegna sérstöðu okkar í því hvað okkur gengur vel að nýta þessa orku. Þess vegna þurfum við undanþágu, til að leggja áherslu á sérstöðu okkar. (Forseti hringir.)