137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

íslenska undanþáguákvæðið.

41. mál
[14:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að koma inn í þessa umræðu með örstutta athugasemd. Ég vil benda á að við, hópur þingmanna, lögðum fram tillögu varðandi þetta mál sem var að mestu rædd í tengslum við hagsmuni Íslands í loftslagsmálum.

Ég skrifa undir þá þingsályktunartillögu, en til þess að mótmæla því að umræða um auknar losunarheimildir til að viðhalda íslenska ákvæðinu snúist bara um álver. Mér finnst eins og þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna tali allt of oft þannig að við sem komum að þessu séum bara að hugsa um álver og eitthvað slíkt. Það er svo miklu meira sem við getum gert og að mínu mati þurfum við á öllu okkar að halda á næstu árum til þess að byggja upp atvinnu. Við getum þess vegna ekki leyft okkur að festast í þeirri umræðu að þetta snúist allt um álver og ræða um það í neikvæðum tón. (Forseti hringir.) Ég er ekki að tala um álver í neikvæðum tón, þetta snýst ekki um það.