137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

undirbúningur að innköllun veiðiheimilda.

6. mál
[15:20]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Nú sem fyrr þegar umdeild fyrningarleið hefur verið rædd í þingsal er ég engu nær um það hvort ríkisstjórnin ætlar að fara þessa leið eða hvort hún ætlar að innkalla veiðiheimildirnar og þá hvernig. Öllum þessum fjölmörgu spurningum er alltaf jafnósvarað. En ég ætla aðeins að leyfa mér að hugsa upphátt þótt ræðustóll Alþingis sé ekkert endilega staðurinn sem maður á að nota til að hugsa upphátt en í því felst ákveðin ráðlegging til þeirra sem höndla með þessi mál. Ég fagna þeim sáttartóni sem þó kom fram í máli ráðherrans. Ráðleggingin er þessi: Mér finnst stundum eins og að þeir sem tala hvað mest fyrir fyrningarleiðinni leggi hana fram til höfuðs þeim sem eru í greininni. Mér finnst standa upp á þá sem mæla hvað harðast fyrir fyrningarleiðinni að þeir sýni a.m.k. fram á hvernig þeir sem eru í greininni (Forseti hringir.) geti notið góðs af þessari leið eða hvernig þeir verði a.m.k. ekki fyrir skaða af henni.