137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

háskólasetur á Ísafirði.

63. mál
[17:00]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. menntamálaráðherra fyrir svör hennar og fagna sýn hennar í þessu máli og líka því hversu vel hún gerir sér grein fyrir því hversu mikilvæg háskólasetrin eru úti á landsbyggðinni. Hún nefndi hið merkilega nám sem fer fram í háskólasetrinu á Ísafirði, þ.e. meistaranám í haf- og strandfræði, og kom inn á hversu mikilvægt það er að við hlúum að því.

Ég tek hins vegar undir með hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni að það væri kannski framtíðarsýn að við mundum stofna háskóla á Ísafirði upp úr setrinu því að í þessu háskólasetri er afskaplega margt gott og hæft fólk sem starfar af miklum heilindum og stendur sig vel.

Ég ítreka enn og aftur ánægju mína með svar hæstv. menntamálaráðherra.