137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.

74. mál
[17:28]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda, Sigmundi Erni Rúnarssyni, fyrir þetta innlegg. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt leiðarljós í þeirri vinnu sem er fram undan í þeirri erfiðu stöðu sem við eigum við í ríkisfjármálum, að horfa sérstaklega til þeirra hópa sem t.d. stunda nám í sérdeildum framhaldsskóla og annað slíkt og reyna að hlífa þeim sem mest við niðurskurði. Eins og hv. þingmaður bendir réttilega á mundi það þá bitna á þeim sem síst skyldi og það er eitt af þeim leiðarljósum sem við störfum samkvæmt og reynum að fylgja í ráðuneyti mínu í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við ríkisfjármálin.