137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

birting eignasafns að baki Icesave-skuldbindingum.

[13:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Það vill nú svo til að ég bað formlega ...

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill biðja hv. þingmann um að ávarpa forseta í upphafi máls síns.)

Frú forseti. Það vill svo til að ég er margoft búin að biðja formlega um það að fá að sjá þetta meinta eignasafn og ég er ekki enn búin að fá að sjá það. Ég bað um það strax á föstudeginum þegar ljóst var að skrifa átti undir þessa samninga.

Ég hef alla vega upplýsingar um að þetta sem þú varst að nefna að hefði verið staðfest í Seðlabankanum … (Forseti hringir.) Afsakið, hæstv. forsætisráðherra, hefur ekki komið fram þar.

Þá svaraði hæstv. forsætisráðherra því ekki hvort það væru alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki sem mundu meta lánshæfismat Íslands og mér þætti gott að fá svar við því.