137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

birting eignasafns að baki Icesave-skuldbindingum.

[13:57]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef upplýst það sem ég veit um þetta mál að því er varðar mat á þessum eignum og hef engu við það að bæta. En það er alveg ljóst að þingmenn munu fá öll tækifæri til að fara yfir þetta mál þegar það kemur fyrir þingið varðandi ríkisábyrgðina. Það er alveg ljóst að fjármálaráðherra verður einungis veitt heimildin á grundvelli þess fyrirvara að það sé fyrirvari þar að því er varðar greiðsluþol ríkisins og stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Ég hef farið yfir það í hverri fyrirspurninni á fætur annarri síðastliðinn hálftíma hvernig það hefur verið allt saman.