137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

umferðarmál á Kjalarnesi.

[14:03]
Horfa

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegi forseti. Það ber ekki mikið á milli í þessu sambandi. Ef Reykjavíkurborg er með allt klárt hjá sér, hvernig gangstígar og annað slíkt eiga að vera þarna, er Vegagerðin tilbúin að klára þetta mál. Ég ætla ekki að fara út í karp um hvernig skipulagsmál ganga hjá Reykjavíkurborg. Kannski gefst betri tími til þess síðar.

Mætti ég, virðulegi forseti, biðja hv. þingmann ef þess væri nokkur kostur að hjálpa okkur kannski við að flýta ýmsum skipulagsmálum sem stundum hefur staðið á varðandi ýmsar samgönguframkvæmdir í höfuðborginni?

Aðeins varðandi hraðann, ef ég man rétt er þarna 70 kílómetra hámarkshraði. Ég þykist líka hafa séð það í gögnum frá borginni að Reykjavíkurborg hafi óskað eftir því við lögreglustjórann í Reykjavík að þarna verði bætt úr hvað varðar hraðamyndavélar og aukið eftirlit með hraðanum þannig að öllum vegfarendum þarna sé kunnugt um að löggæsluvélar eru í nágrenninu (Forseti hringir.) og að hraðabrot varða miklum sektum.