137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[14:22]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Það eru nokkrir punktar sem gera það að verkum að það er ómögulegt að samþykkja þetta, í fyrsta lagi það sem hv. þm. Illugi Gunnarsson lýsti svo vel, að þetta mun leiða til ólympískra fiskveiða sem verður að lokum til þess að mikið óréttlæti skapast þegar einhverjir hópar manna geta jafnvel fengið í hendur verðmæti sem þeir geta selt í fjórða skiptið.

Svo er punktur sem ekki hefur verið nefndur hér, hér er talið að það séu staðbundnir þorskstofnar, staðbundnir fiskstofnar. Það er algjörlega ljóst að strandveiðarnar munu leiða inn í þessa staðbundnu stofna sem eru inni á fjörðum og flóum. Í anda vinstri grænna vil ég því láta náttúruna njóta vafans og segi nei.