137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.

89. mál
[15:18]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara taka undir það sem fram kom hjá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur. Þeir sem hafa verið ráðherrar þekkja nákvæmlega það sem hv. þingmaður talar um, hve mörg ráðuneyti eru veik samanborið við þær stofnanir sem undir þau heyra. Þetta er vandamál innan stjórnsýslunnar og nú þegar verið er að taka á þessum málum í heild sinni innan Stjórnarráðsins er þetta sannarlega mikilvægt atriði sem þarf að huga að.