137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.

89. mál
[16:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að sá sparnaður og hagræðing sem hæstv. forsætisráðherra vísaði til varðandi sameiningu ráðuneyta og þess háttar fjallar um mál sem er utan sviðs þessa frumvarps. Það eiga þá eftir að koma fram frumvörp síðar sem fela í sér ráðagerðir um slíka hagræðingu eða sparnað. Það er ekki inni í þessu frumvarpi og því munum við enn þurfa að bíða eftir tillögum ríkisstjórnarinnar sem leiða til hagræðingar og sparnaðar.