137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

hvalir.

112. mál
[22:22]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir minntist á að umhverfisnefnd fengi frumvarp þetta til umsagnar. Ég hvet til þess af minni hálfu að leitað verði umsagnar umhverfisnefndar um það mál. Það er alveg sjálfsagt að leggja áherslu á þau sjónarmið sem lúta að þessum málaflokki, að koma þeim á framfæri við þingið við meðferð þessa máls í heild sinni.

Ég vil líka taka fram að varðandi hvali eru mörg sjónarmið uppi og einnig mjög sterk tilfinningasjónarmið sem ber líka að taka fullt tillit til. Ég legg áherslu á að það er hugað að öllu þessu í meðferð þingsins. Ég vil geta þess hér um leið að nú stendur yfir fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem við eigum aðild að.

Varðandi gjaldtökuna sem hv. þingmaður minntist á treystu menn sér til að vera með fullt gjald núna í ár vegna þess að það er þegar búið að veita leyfin samkvæmt lögunum frá 1949 þar sem ekki var gjaldskylda. Annars væri verið að koma aftan að þeim sem voru búnir að fá leyfin. Því var lögð áhersla á að ná á þessu ári a.m.k. inn ríflegum raunkostnaði fyrir eftirlitinu. (Forseti hringir.) Þess vegna, frú forseti, var haft þetta lægra gjald í ár.