137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

hvalir.

112. mál
[22:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér fannst hæstv. ráðherra ekki vera nógu bjartsýnn og ekki nógu vakandi yfir möguleikum í sínu ráðuneyti við að búa til enn meiri verðmæti úr hvalveiðum en gert er í dag. Ég man þá tíð að það þótti mikill viðburður fyrir erlenda ferðamenn og allir mínir erlendu vinir sem heimsóttu mig á Íslandi á þeim tíma fóru upp í hvalstöð til að sjá hvalskurð. Það var ógleymanlegt fyrir þá ferðamenn og þeir tala um það enn þann dag í dag hvað það var mikilfenglegt að sjá hvalskurð. Ég vil að menn séu opnir fyrir því að nýta hvalinn að öllu leyti til ferðaþjónustu. Það að skoða lifandi hval, að sjá hval skorinn, að borða hval og fá að veiða hval, fá veiðileyfi til að veiða hval hugsa ég að gæti verið ógleymanlegt fyrir þá sem hafa gaman af því að veiða stór dýr.

Ég vil endilega að hæstv. ráðherra sé opnari fyrir möguleikum í sínu ráðuneytis í því að skapa atvinnu og búa til verðmæti í landinu.