137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[11:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessar ráðstafanir, þ.e. að farið sé út í þær, ættu ekki að koma neinum á óvart en í tengslum við það vildi ég spyrja hæstv. ráðherra: Af hverju koma þær fyrst núna? Ef við skoðum aðeins hvað ríkisstjórnin hefur gert frá því að hún tók við völdum 1. febrúar og það sem gerðist í aðdraganda kosninga þá hefur það verið allt annað en einhverjar aðhaldsaðgerðir. Hafa menn eitthvað metið hvað þessi töf hefur kostað og sömuleiðis hver er ástæðan fyrir því að menn sýndu ekki á þessi spil fyrir kosningar? Sömuleiðis vil ég spyrja hæstv. ráðherra: Hafa menn metið hve mikið hækkun á atvinnutryggingagjaldi sem skilar 12,5 milljörðum króna, skilar sér í auknu atvinnuleysi því að þetta eru hreinir og klárir launaskattar?