137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[13:58]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef þetta er rétt hjá hv. þingmanni þá er hallinn sem við er að glíma 40 milljarðar, ekki 20 milljarðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þá eru menn að tala um að hallinn á fjárlögum 2009 verði 193 milljarðar í staðinn fyrir 153. Ef við erum að tala um að 20 milljarða verðbæturnar á láni frá Seðlabanka til ríkissjóðs séu til viðbótar þá eru menn að tala um 20 milljarða til viðbótar útgjöldum upp á 153 milljarða. Það er það sem ég er að kalla eftir, hvernig sundurliðunin er á þessum 20 milljörðum í auknum útgjöldum ríkissjóðs í rekstri, tilfærslum og/eða framkvæmdum. Sá tekjuauki sem hér er lagður til er ekki gerður til að mæta verðbótum af láni Seðlabanka Íslands til ríkissjóðs vegna ábyrgðarveitingar.