137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[14:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Það er eðlilegt að spurt sé um breytinguna á fjármagnstekjuskattinum. Það er miklu flóknara mál vegna þess að hér er verið að takast á við 20 milljarða halla með beinum tillögum upp á liðlega 20 milljarða.

Þess utan, og það er alveg til viðbótar við þessar aðgerðir, hafa tímasetningarnar í fjármagnstekjuskattinum áhrif á á greiðsluflæði ríkissjóðs. Það gerir að verkum að greiðslugrunnurinn svokallaði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir fyrst og fremst á hefur áhrif á hann. Við í þinginu höfum um langt árabil fyrst og fremst verið að horfa á fjárhag ríkisins á svokölluðum rekstrargrunni þannig að þessir undirliggjandi þættir hafa kannski ekki verið það sem við höfum horft til fyrst og fremst. En það er rétt að það kemur þarna talsverður bónus við þessar breytingar í greiðsluflæðinu sjálfu milli ára en það á ekki að hafa áhrif á rekstrargrunninn eftir því sem ég best veit.