137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[18:01]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir spyr um leiðir til þess að skera niður ríkisútgjöld. Svar mitt við því er að við erum að tala um að skera hér niður minnsta velferðarkerfið á Norðurlöndunum og það eru ekki, að mínu mati, mjög margir póstar sem hægt er að skera niður. Líka er bara spurning hvort núverandi ríkisstjórnarflokkar eigi ekki að nota tækifærið til þess að umbreyta þessu velferðarkerfi í norrænt velferðarkerfi en það mundi þýða (Gripið fram í.) að útgjöld ríkissjóðs mundu fara úr um 40% og nálgast 50%.