137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[18:34]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég skoraði á hæstv. fjármálaráðherra að nefna þjóðir sem hafa komið vel út úr prógramminu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Jafnframt þætti mér gagnlegt að sjá áætlun hjá hæstv. ríkisstjórn um áherslur varðandi það hvernig hún ætlar að taka á spillingunni og hvenær það fólk sem hefur komið þjóðinni á hliðina verði látið axla ábyrgð.