137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[15:04]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag, þ.e. þar til umræðu um dagskrármálin er lokið. Er óskað atkvæðagreiðslu um þessa tillögu forseta? Ef svo er ekki skoðast hún samþykkt.

Um klukkan hálffjögur í dag fer fram umræða utan dagskrár um stöðu lífeyrissjóðanna. Málshefjandi er hv. þm. Vigdís Hauksdóttir. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.