137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

117. mál
[19:11]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég vil taka það fram að skoðun mín á þjóðaratkvæðagreiðslu er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla sé endanleg, það er þjóðin sem ákveður og það er ekki ráðgefandi fyrir þingið síðar meir, svo það komi skýrt og skorinort fram. Það er ekki verið að bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu eitthvað sem alþingismenn eiga síðan að taka tillit til með einum eða öðrum hætti svo það fari ekkert á milli mála. Það þýðir að við þurfum að breyta stjórnarskránni.

Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir svörin og vænti þess að 8. gr. verði skoðuð frekar því að ég tek heils hugar undir það sem fram kom í máli hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur varðandi kjörbréfið að við búum hér ekki við fyrirkomulagið einn maður, eitt atkvæði. Ég hefði kosið að við gerðum það og mundum gera í framtíðinni.