137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

117. mál
[19:27]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Bhr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil enn á ný þakka hv. þm. Illuga Gunnarssyni fyrir góðar og skynsamlegar athugasemdir. Það sér á umræddu frumvarpi okkar, þingmanna Borgarahreyfingarinnar, að það er samið við ákveðnar aðstæður. Það er samið við þær aðstæður að stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi ber okkur að reyna að sníða alla skafanka af frumvarpinu og þess vegna eru spurningar á borð við þær sem hv. þingmaður kom með sannarlega fagnaðarefni og skylda okkar, bæði þeirra sem starfa í allsherjarnefnd og þingheims alls, að reyna að sníða þessa ágalla af frumvarpinu og hraða að öðru leyti framgangi þess.